Meistararnir enn með fullt hús stiga

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Ljósmynd/Barcelona

Aron Pálm­ars­son og félagar í spænska handknattleiksliðinu Barcelona eru áfram með fullt hús stiga í efstu deildinni. Barcelona vann 34:27 sigur á útivelli gegn Ademar og hefur nú unnið alla 31 deildarleiki sína á tímabilinu.

Barcelona er með 11 stiga forystu á Bidasoa í öðru sætinu þegar þrjár umferðir eru eftir en liðið er nú þegar búið að tryggja sér spænska meistaratitilinn. Aron skoraði þrjú mörk í leiknum í dag úr fjórum skotum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert