Fjölnir vann afar sannfærandi 34:21-sigur á Kríu á heimavelli í undanúrslitum í umspili um sæti í efstu deild karla í handbolta í dag. Kría vann fyrsta leikinn á heimavelli sínum, 27:20, og er staðan í einvíginu því jöfn, 1:1. Liðin mætast í oddaleik á Seltjarnarnesi.
Fjölnismenn komu mjög ákveðnir til leiks og var staðan í hálfleik 20:9. Kría var ekki líkleg til þess að jafna í seinni hálfleik.
Alex Máni Oddnýjarson og Brynjar Óli Kristjánsson skoruðu sex mörk hvor fyrir Fjölni og Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson fimm. Jóhann Kaldal Jóhannsson skoraði sjö fyrir Kríu og Kristján Orri Jóhannsson sex.