Óðinn Þór í úrvalsliðinu

Óðinn Þór Ríkharðsson mun leika með KA í úrvalsdeild karla …
Óðinn Þór Ríkharðsson mun leika með KA í úrvalsdeild karla á næstu leiktíð. mbl.is//Hari

Óðinn Þór Rík­h­arðsson var drjúgur í hægra horni danska úrvalsdeildarliðsins Holstebro í úrslitakeppninni og valinn í úrvalslið deildarinnar eftir leikina átta.

Úrvalsliðið var sett saman eftir framlagsstigum leikmanna eftir frammistöðu þeirra í úrslitakeppninni og var Óðinn Þór þar valinn í hægra hornið. Hann hefur gert samning við KA og mun ganga til liðs við Akureyrarliðið í sumar eftir þriggja ára dvöl í Danmörku.

Holstebro endaði í efsta sæti 2. riðils með 11 stig og fór ásamt Aalborg í undanúrslitin sem hefjast á mánudaginn. Þar mæta Óðinn og félagar liði Bjerringbro/Silkeborg en Aalborg, þar sem Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari, mætir GOG þar sem Viktor Gísli Hallgrímsson ver markið.

Úrvalslið úrslitakeppninnar.
Úrvalslið úrslitakeppninnar. Tophaandball.dk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert