Ýmir og félagar leika um þriðja sætið

Ýmir Örn Gíslason leikur um þriðja sætið á morgun.
Ýmir Örn Gíslason leikur um þriðja sætið á morgun. AFP

Ýmir Örn Gíslason og samherjar hans í Rhein-Neckar Löwen þurfa að sætta sig við leikinn um þriðja sætið í Evrópudeildinni í handbolta eftir 32:35-tap fyrir Füchse Berlin í undanúrslitum í dag. 

Úrslitakeppnin fer fram í Manheim í Þýskalandi og verður úrslitaleikurinn alþýskur því Magdeburg vann pólska liðið Wisla Plock í fyrri undanúrslitaleiknum.

Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk fyrir Magdeburg en Gísli Þorgeir Kristjánsson er frá keppni vegna meiðsla. 

Ýmir Örn skoraði eitt mark í dag og fékk rautt spjald fyrir þrjár brottvísanir. Ýmir og félagar mæta Wisla Plock í leiknum um þriðja sætið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert