Hörður frá Ísafirði knúði fram oddaleik í undanúrslitaeinvígi sínu við Víking um sæti í efstu deild karla í handbolta með 31:30-sigri á heimavelli sínum í kvöld.
Leikurinn var spennandi allan tímann en Harðarmenn voru með 16:15-forskot í hálfleik. Búast má við æsispennandi oddaleik því Víkingur vann fyrsta leik liðanna á sínum heimavelli eftir tvöfalda framlengingu.
Endijs Kusners skoraði 10 stig fyrir Hörð, eins og Raivis Gorbunovs. Hjalti Már Hjaltason, Jóhannes Berg Andrason og Arnar Gauti Grettisson gerðu sex mörk hver fyrir Víking.
Oddaleikurinn fer fram í Víkinni næstkomandi þriðjudagskvöld.
Í hinu einvíginu verður líka oddaleikur því staðan hjá Fjölni og Kríu er einnig 1:1.