Ómar markahæstur og Evrópudeildarmeistari

Ómar Ingi Magnússon átti góðan úrslitaleik.
Ómar Ingi Magnússon átti góðan úrslitaleik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Magdeburg er Evrópudeildarmeistari karla í handbolta eftir 28:25-sigur á Füchse Berlin í úrslitaleik í Manheim í dag. Magdeburg var sterkari aðilinn allan leikinn og var staðan í hálfleik 15:8. 

Ómar Ingi Magnússon lék vel fyrir Magdeburg að vanda og skoraði sjö mörk. Þá lagði hann upp þrjú til viðbótar. Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekki með Magdeburg vegna meiðsla. 

Hinn íslenskættaði Hans Óttar Lindberg skoraði átta mörk fyrir Füchse Berlin. Fyrr í dag tryggðu Ýmir Örn Gíslason og félagar í Rhein-Neckar Löwen sér þriðja sætið með sigri á pólska liðinu Wisla Plock. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert