Bjarki skoraði níu gegn toppliðinu

Bjarki Már Elísson.
Bjarki Már Elísson. AFP

Bjarki Már Elísson átti fínan leik og skoraði úr öllum skotum sínum fyrir Lemgo sem mátti þó þola 30:25-tap á heimavelli gegn Kiel í þýska handboltanum í dag.

Íslenski landsliðsmaðurinn er einn markahæsti leikmaður deildarinnar og hann skoraði níu mörk fyrir heimamenn í dag. Lemgo er í 10. sæti deildarinnar eftir 29. umferðir með 31 stig.

Þá vann Flensburg öruggan 36:20-sigur á Melsungen fyrr í dag. Alexander Petersson skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg en Arnar Freyr Arnarsson lék í vörn Melsungsen og skoraði ekki mark. Guðmundur Guðmundsson þjálfar liðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert