Færeyskur línumaður til Akureyrar

Pætur Mikkjalsson.
Pætur Mikkjalsson. Ljósmynd/KA

Handknattleiksdeild KA hefur gert samning við færeyska línumanninn Pætur Mikkjalsson um að leika með liðinu næstu tvö árin.

Pætur er 24 ára færeyskur landsliðsmaður og mun hann koma til liðs við KA í sumar frá H71 í heimalandinu. Hjá KA hittir hann nokkra félaga sína úr landsliðinu en Færeyingarnir Allan Norðberg og Nicholas Satchwell spila allir með KA og landsliðinu. Þá spilar Áki Egilsnes einnig með KA en hann er á förum frá félaginu eftir tímabilið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert