Handknattleikskonan Harpa Rut Jónsdóttir og stöllur hennar í Zug eru svissneskir meistarar eftir 33:29-sigur á Bruhl í þriðja leik liðanna í úrslitunum í dag. Zug vann einvígið 3:0.
Zug endaði í þriðja sæti A-deildarinnar í vetur, á eftir Bruhl og Spono Eagles, en sló síðan út Spono Eagles í undanúrslitum með því að vinna einvígi liðanna 2:0. Harpa og stöllur töpuðu því ekki leik í úrslitakeppninni.
Harpa varð einnig svissneskur bikarmeistari fyrr í mánuðinum þegar Zug vann Spono Eagles, 29:26, í bikarúrslitaleiknum.