HK heldur sæti sínu

Sara Katrín Gunnarsdóttir og stöllur hennar í HK verða áfram …
Sara Katrín Gunnarsdóttir og stöllur hennar í HK verða áfram í deild þeirra bestu á næsta tímabili. Kristinn Magnússon

HK mun áfram spila í úrvalsdeild kvenna í handknattleik á næsta tímabili eftir 19:17 sigur gegn Gróttu í öðrum leik liðanna í umspili um sæti í deildinni í kvöld. HK vann þar með einvígið 2:0.

Í leiknum á Seltjarnarnesi í kvöld þurftu Gróttukonur sigur til þess að knýja fram oddaleik eftir að hafa tapað 18:28 í Kópavogi síðastliðinn laugardag.

Soffía Steingrímsdóttir átti stórleik í marki Gróttu í leik kvöldsins þar sem hún varði 15 skot, þar af níu í síðari hálfleik.

Það dugði þó ekki til og spilar HK áfram í úrvalsdeild á meðan Grótta verður áfram í næstefstu deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert