Kría mætir Víkingi í úrslitum

Eva Björk Ægisdóttir

Kría tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum umspilsins um laust sæti í úrvalsdeild karla í handknattleik með því að sigra Fjölni 31:25 í oddaleik liðanna í undanúrslitunum í Grafarvogi.

Eftir að Fjölnir hafði leitt í leikhléi, 15:14, tóku gestirnir af Seltjarnarnesi öll völd í síðari hálfleiknum og sigldu að lokum öruggum sex marka sigri í höfn.

Kría vann fyrsta leikinn örugglega, 27:20 í Grafarvoginum. Fjölnir gjörsigraði svo Kríu 34:21 á Seltjarnarnesi og tryggði sér þar með oddaleik.

Sigur Kríu í kvöld þýðir hins vegar að liðið er komið í úrslit umspilsins þar sem liðið mætir Víkingi úr Reykjavík. Í boði er laust sæti í úrvalsdeildinni og þar með er sá möguleiki fyrir hendi að tvö lið af Seltjarnarnesi leiki í deildinni á næsta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert