Landsliðskonan snýr aftur

Birna Berg Haraldsdóttir er mætt aftur í lið ÍBV.
Birna Berg Haraldsdóttir er mætt aftur í lið ÍBV. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Landsliðskonan Birna Berg Haraldsdóttir verður með ÍBV sem mætir KA/Þór á heimavelli í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta í kvöld. 

Birna hefur ekkert leikið í úrslitakeppninni til þessa vegna meiðsla en hún meiddist í leik gegn Stjörnunni fyrir um tveimur vikum. 

ÍBV gerði sér lítið fyrir og vann fyrsta leik einvígisins á útivelli og getur með sigri í kvöld farið í úrslitaeinvígið gegn annaðhvort Fram eða Val. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert