Færeyski landsliðsmaðurinn Áki Egilsnes mun ganga í raðir Aue í Þýskalandi í sumar. Áki hefur leikið með og verið einn besti leikmaður KA síðustu ár.
Aue hefur miklar Íslandstengingar því Rúnar Sigtryggsson þjálfar liðið og þeir Sveinbjörn Pétursson og Arnar Birkir Hálfdánsson leika með því. Þá hafa fjölmargir Íslendingar leikið með liðinu á síðustu árum.
Handbolti.is greinir frá að viðræður hafa staðið yfir síðustu vikur en nokkuð er síðan KA staðfesti að Áki myndi yfirgefa félagið eftir leiktíðina.