Dramatískur sigur ÍBV í Keflavík

Natasha Anasi og Abby Carchio leika með Keflavík.
Natasha Anasi og Abby Carchio leika með Keflavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Keflavík og ÍBV mættust í Pepsi Max deild kvenna nú seinnipartinn. Fyrir leik voru bæði lið með 3 stig á sambærilegum stað í deildinni og því allt eins von á hörkuleik.  Svo fór að það voru Eyjakonur sem hirtu öll þrjú stigin með 2:1 sigri á nokkuð dramatískan hátt. 

ÍBV skoruðu fyrsta mark leiksins á 17. mínútu og var þar á ferð Delayney Pridham eftir góðan undirbúning hjá Olgu Sevcovu.  Um 20 mínútum síðar jafnaði svo Aerial Chavarin leikinn fyrir Keflavík eftir langa sendingu frá markverði liðsins. 

Heilladísirnar ekki á okkar bandi

Eftir nokkuð jafnan leik var það svo Annie Williams sem skoraði úrslitamark leiksins á 89. mínútu eftir sendingu frá Rögnu Söru Magnúsdóttur og þar við sat og ÍBV með rándýr 3 stig.  Keflavík skoraði reyndar mark á lokaandartökum leiksins en markið var dæmt af vegna rangstöðu. 

ÍBV er því komið með 6 stig en Keflavík er enn án sigurs og með 3 stig.

Hefðum átt að skora mikið meira

Kærkomin sigur hjá Eyjakonum sem fyrir þennan leik höfðu tapað tveimur leikjum í röð en torsóttur var hann.  Þær voru nokkuð duglegar að skapa sér færi í leiknum en það var Tiffany Sornpao sem sá nokkuð vel um að halda boltanum úr neti Keflvíkinga þetta kvöldið.

Eitthvað þurfti undan að láta og úrslita markið nokkuð óvenjulegt þar sem að í raun flestir og þar á meðan Annie Williams sem skoraði virtust halda að um rangstöðu væri að ræða en svo var ekki sögðu gárungar sem voru „í línunni“ úr stúkunni.  Að auki virtist línuvörður vera ansi vel staðsettur.

Þetta mark var eins og köld tuska í andlit Keflavíkurkvenna og í raun síðasta sem þær þurftu á að halda í annars nokkuð napurri veðurtíð á HS Orkuvellinum þetta kvöldið.  Þrátt fyrir það sýndu þær klær sínar á lokasprettinum og sem fyrr segir virtust skora mark en línuvörður hafði þá þegar dæmt rangstöðu sem var nokkuð vafasamur dómur miðað við hvernig þetta leit út frá blaðamannastúkunni.

Jafntefli í þessum leik hefði mögulega verði sanngjörn niðurstaða þetta kvöldið en það er einnig alveg hægt að færa rök fyrir því að Eyjakonur hafi átt skilið sigurinn. Þær vissulega sköpuðu sér hættulegri færi í leiknum.

Keflavíkurliðinu hinsvegar virðist vera að vaxa ásmegin í sínum leik og voru þær t.a.m. töluvert betri í kvöld en fyrr í sumar þegar þær léku gegn toppliði Selfoss.  Eitthvað til að byggja á en vonbrigðin með kvöldið leyndu sér ekki hjá leikmönnum og þjálfara í leikslok. 
Keflavík 1:2 ÍBV opna loka
90. mín. Saga Rún Ing­ólfs­dótt­ir (Keflavík) kemur inn á
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert