Aalborg tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaeinvígi um danska meistaratitilinn í handbolta með 33:30-sigri á GOG í öðrum leik liðanna. Aalborg vann fyrri leikin 30:28 og einvígið því 2:0.
Viktor Gísli Hallgrímsson átti afar góðan leik í marki GOG og varði 17 skot, þar af tvö víti, en það dugði ekki til. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aalborg.
Aalborg mætir Bjerringbro-Silkeborg í úrslitaeinvígi eftir 30:25-sigur Bjerringbro-Silkeborg gegn Holstebro fyrr í dag. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði skoraði fjögur mörk fyrir Holstebro.
Holstebro og GOG mætast í einum leik um þriðja sætið og Aalborg og Bjerringbro Silkeborg mætast í einum úrslitaleik um danska meistaratitilinn.