Valur tók þriðja sætið og mætir KA

Valur og KA mætast í átta liða úrslitum.
Valur og KA mætast í átta liða úrslitum. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Valsmenn fóru upp í þriðja sæti með öruggum 34:25-sigri á Aftureldingu í lokaumferð Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Valur mætir því KA í átta liða úrslitum Íslandsmótsins en KA gerði jafntefli á heimavelli gegn grönnunum í Þór, 19:19 og hafnar í sjötta sæti.

Róbert Aron Hostert skoraði sex mörk fyrir Val, eins og Finnur Ingi Stefánsson. Blær Hinriksson gerði sjö fyrir Aftureldingu. Í grannaslagnum á Akureyri skoraði Árni Bragi Eyjólfsson fimm mörk fyrir Aftureldingu og Karolis Stropus gerði slíkt hið sama fyrir Þór.

FH hafði betur gegn ÍBV á heimavelli 28:26. Með úrslitunum er ljóst að liðin mætast í átta liða úrslitunum því FH hafnar í öðru sæti og ÍBV í sjöunda sæti. Hákon Daði Styrmisson skoraði níu mörk fyrir ÍBV og Einar Rafn Eiðsson gerði sjö fyrir FH.

Stjarnan hefði með sigri á Fram á heimavelli tryggt sér þriðja sætið en Framarar, sem komast ekki í úrslitakeppnina, unnu 29:27-sigur. Stjarnan hafnar því í fimmta sæti og mætir Selfossi í úrslitakeppninni. Selfoss hafði betur gegn Gróttu á útivelli, 27:23, og tryggði sér þar með fjórða sætið.

Kristinn Hrannar Bjarkason skoraði átta mörk fyrir Fram og þeir Björgvin Hólmgeirsson og Hafþór Már Vignisson fimm hvor fyrir Stjörnuna. Á Seltjarnarnesi skoruðu Atli Ævar Ingólfsson og Hergeir Grímsson sex mörk hvor fyrir Selfoss og Ólafur Brim Stefánsson fimm fyrir Gróttu.

Þá unnu Haukar auðveldan 41:22-sigur á föllnum ÍR-ingum. Haukar mæta Aftureldingu í átta liða úrslitum. Orri Freyr Þorkelsson skoraði níu mörk fyrir Hauka og Bjarki Steinn Þórisson sjö fyrir ÍR sem fékk ekki eitt einasta stig í vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert