Chris Wilder, fyrrverandi knattspyrnustjóri Sheffield United, verður að öllum líkindum næsti knattspyrnustjóri WBA. Wilder tekur við liðinu af Sam Allardyce, sem tókst ekki að koma í veg fyrir fall úr efstu deild á leiktíðinni.
Wilder gerði afar góða hluti með Sheffield og stýrði liðinu úr C-deildinni og upp í ensku úrvalsdeildina. Hann yfirgaf félagið hinsvegar í erfiðum málum á miðju tímabili í neðsta sæti, þar sem liðið endaði að lokum.
Wilder hefur einnig stýrt Halifax, Oxford og Norhampton í ensku neðri deildunum.