Spánarmeistarar Barcelona fengu bikarinn afhentan í dag eftir 35:23-sigur á Morrazo Cangas í lokaumferð efstu deildarinnar. Börsungar tryggðu sér meistaratitilinn fyrir rúmum mánuði en liðið hefur unnið alla 34 deildarleiki sína.
Þetta er í ellefta sinn í röð sem Barcelona verður spænskur meistari en Aron gekk til liðs við félagið árið 2017. Hann tók ekki þátt í dag vegna smávægilegra meiðsla. Aron fer til Danmerkur í sumar en hann gengur til liðs við Aalborg.