Ómar Ingi Magnússon átti enn einn stórleikinn þegar Magdeburg hafði betur gegn Minden á útivelli í þýsku 1. deildinni í handbolta í dag.
Ómar skoraði níu mörk fyrir Magdeburg en Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekki með Magdeburg vegna meiðsla. Magdeburg er í þriðja sæti deildarinnar með 44 stig.
Viggó Kristjánsson gerði fjögur mörk fyrir stuttgart í 23:23-jafntefli á móti Hannover-Burgdorf á útivelli. Stuttgart er í 14. sæti með 27 stig.