Bjarki Már Elísson skoraði fimm mörk í 33:22-tapi gegn Alexander Petersson og félögum í Flensburg í þýsku efstu deildinni í handknattleik í dag.
Alexander komst ekki á blað fyrir gestina sem eru í öðru sæti deildarinnar með 56 stig, þremur stigum á eftir Kiel og eiga þar að auki leik til góða. Melsungen, sem Guðmundur Guðmundsson þjálfar, vann 30:25-útisigur gegn Coburg en Arnar Freyr Arnarsson tók þátt í leiknum fyrir gestina.
Þá skoraði Oddur Gretarsson fjögur mörk fyrir Balingen sem tapaði á útivelli gegn Ludwigshafen, 27:22. Íslendingarnir í Göppingen komu svo ekki við sögu í 33:30 tapi á heimavelli gegn Leipzig en það eru þeir Gunnar Steinn Jónsson og Janus Daði Smárason.