Kielce tryggði sér í dag pólska bikarmeistaratitilinn í handbolta eð afar sannfærandi 42:20-sigri á Tarnów í bikarúrslitum. Kielce er algjört stórveldi í pólska handboltanum og er bikartitilinn sá 17 hjá félaginu.
Sigvaldi Guðjónsson skoraði eitt mark fyrir Kielce en Haukur Þrastarson lék ekki með liðinu vegna meiðsla.
Kielce hefur þegar tryggt sér sigurinn í pólsku úrvalsdeildinni og er því tvöfaldur meistari.