Elvar Ásgeirsson skoraði fjögur mörk fyrir Nancy þegar liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Dijon í öðrum leik liðanna í 1. umferð umspils um laust sæti í efstu deild Frakklands í handknattleik í dag.
Leiknum lauk með 26:24-sigri Dijon sem leiddi með fjórum mörkum í hálfleik, 15:11.
Nancy vann fyrri leikinn á útivelli, 29:27, og fer því áfram í undanúrslit umspilsins á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.
Nancy mætir Pontault í undanúrslitum umspilsins en sigurvegarinn úr einvíginu tryggir sér sæti í efstu deild og mætir annaðhvort Saran eða Cherbourg í úrslitum B-deildarinnar.