Datt aðeins út og gleymdi síðasta leikhléinu

Ívar Gústafsson skoraði 7 mörk fyrir Selfyssinga í kvöld og …
Ívar Gústafsson skoraði 7 mörk fyrir Selfyssinga í kvöld og er hér í skotstöðu. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er enn þá galopið. Þessi tvö mörk telja voðalega lítið. Það er bara hálfleikur,“ sagði Einar Sverrisson, leikmaður Selfoss, í samtali við mbl.is eftir 26:24-sigur á Stjörnunni í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta. 

„Við verðum að halda einbeitingu og mæta eins stefndir í næsta leik. Við verðum að keyra þetta áfram, gera aðeins betur í vörn og þá förum við áfram,“ bætti Einar við. 

Selfoss var með 24:21-forskot þegar skammt var eftir, en þá skoraði Stjarnan þrjú í röð og jafnaði í 24:24. Selfoss skoraði hinsvegar tvö síðustu mörkin og vann góðan sigur. 

Einar Sverrisson
Einar Sverrisson Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

„Maður hefur oft lent í þessu áður, þetta er svo fljótt að gerast. Það tekur ekki nema tvær mínútur til að snúa þessu við. Við snerum þessu aftur okkur í vil með því að þetta vörnina og Vilius var frábær. Hann er magnaður markmaður. Ef við spilum góða vörn þá étur hann þessa bolta fyrir aftan.“

Einari gekk illa að rifja upp síðasta leikhlé leiksins sem þjálfari hans Halldór Jóhann Sigfússon tók undir lokin í stöðunni 24:24. „Ég held hann talaði um að halda boltanum, keyra á þetta og missa ekki trúna, þetta klassíska. Ég datt aðeins út og gleymdi síðasta leikhléinu,“ sagði Einar léttur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka