Eyjakona snýr heim

Erla Rós Sigmarsdóttir í leik með Fram.
Erla Rós Sigmarsdóttir í leik með Fram. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Markvörðurinn Erla Rós Sigmarsdóttir hefur gert samkomulag við handknattleiksdeild ÍBV og mun hún leika með liðinu á næsta tímabili.

Erla kom til Fram frá ÍBV árið 2018 en lék ekki á þessari leiktíð vegna barneigna. Hún er uppalin hjá ÍBV og snýr aftur heim. Erla á leiki með yngri landsliðum Íslands og þá hefur hún verið valin í A-landsliðið.

ÍBV þurfti um helgina að sætta sig við tap gegn KA/Þór í undanúrslitum Íslandsmótsins og er liðið því komið í sumarfrí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka