Komum mjög spenntir í leikinn á föstudag

Björgvin Hólmgeirsson í baráttunni í kvöld.
Björgvin Hólmgeirsson í baráttunni í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Maður er alltaf svekktur að tapa, en það er bara hálfleikur,“ sagði Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður Stjörnunnar, í samtali við mbl.is eftir 24:26-tap liðsins gegn Selfossi í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í handbolta í kvöld. 

Selfoss var yfir nánast allan leikinn en með þremur mörkum í röð undir lokin tókst Stjörnunni að jafna í 24:24. Selfoss skoraði hinsvegar tvö síðustu mörkin. 

„Við fórum með dauðafærin í seinni hálfleik, annars var þetta bara stál í stál. Þeir voru skrefinu á undan okkur en svo kom meðbyr og við náum að jafna. Það vantaði ekki mikið til að við kæmumst yfir, en hrós til þeirra, þeir kláruðu þetta.

Þetta er úrslitakeppni og við leggjum allt í þetta. Hvert mark skiptir máli og þessi dauðafæri sem við fórum illa með geta orðið dýr. Við komum hinsvegar mjög spenntir í leikinn á föstudaginn,“ sagði Björgvin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka