Kría í úrvalsdeildina

Úr leik liðanna á Seltjarnarnesi í kvöld.
Úr leik liðanna á Seltjarnarnesi í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kría leikur í úrvalsdeild karla í handknattleik að ári eftir 20:17-sigur gegn Víkingi úr Reykjavík í öðrum leik liðanna í úrslitum umspils um laust sæti í efstu deild að ári í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld.

Kría vann fyrri leikinn örugglega í Víkinni, 32:25, en Kría hafnaði í sjötta sæti 1. deildarinnar, Grill 66-deildarinnar, en tapaði ekki leik í úrslitakeppninni.

Víkingar, sem höfnuðu í öðru sæti deildarinnar, töpuðu aðeins tveimur leikjum í deildarkeppninni en sitja þrátt fyrir það eftir með sárt ennið.

Kría fylgir HK upp í efstu deild en HK og Víkingur enduðu jöfn að stigum í efstu sætum deildarinnar með 32 stig, en HK var með betri innbyrðisviðureign á Víkinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka