Akureyringar fengu stærstu verðlaunin á lokahófi Handknattleikssambands Íslands fyrir keppnistímabilið 2020-21 sem haldið var á Grand hóteli í Reykjavík nú í hádeginu. Rut Arnfjörð Jónsdóttir úr KA/Þór og Árni Bragi Eyjólfsson úr KA voru valin bestu leikmenn tímabilsins í Olísdeildum kvenna og karla.
Þau Rut og Árni fengu einnig mörg önnur verðlaun en Árni var jafnframt markakóngur Olísdeildar karla, besti sóknarmaðurinn, fékk háttvísiverðlaun deildarinnar og Valdimarsbikarinn. Rut var besti sóknarmaður Olísdeildar kvenna og fékk Sigríðarbikarinn.
Verðlaunin sem afhent voru núna í hádeginu voru sem hér segir:
Háttvísisverðlaun HDSÍ kvenna 2021: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir – ÍBV
Háttvísisverðlaun HDSÍ karla 2021: Árni Bragi Eyjólfsson – KA
Unglingabikar HSÍ: Haukar
Markahæsti leikmaður 1. deildar kvenna 2021: Sara Katrín Gunnarsdóttir – HK með 154 mörk.
Markahæsti leikmaður 1. deildar karla 2021: Kristján Orri Jóhannsson – Kría með 178 mörk.
Markahæsti leikmaður Olísdeildar kvenna 2021: Ragnheiður Júlíusdóttir – Fram með 121 mark.
Markahæsti leikmaður Olísdeildar karla 2021: Árni Bragi Eyjólfsson – KA með 163 mörk.
Besti varnarmaður 1. deildar kvenna 2021: Ída Margrét Stefánsdóttir – Valur U.
Besti varnarmaður 1. deildar karla 2021: Hjalti Már Hjaltason – Víkingur.
Besti varnarmaður Olísdeildar kvenna 2021: Sunna Jónsdóttir – ÍBV.
Besti varnarmaður Olísdeildar karla 2021: Tandri Már Konráðsson – Stjarnan.
Besti sóknarmaður 1. deildar kvenna 2021: Sara Katrín Gunnarsdóttir – HK.
Besti sóknarmaður 1. deildar karla 2021: Kristján Orri Jóhannsson – Kría.
Besti sóknarmaður Olísdeildar kvenna 2021: Rut Arnfjörð Jónsdóttir – KA/Þór.
Besti sóknarmaður Olísdeildar karla 2021: Árni Bragi Eyjólfsson – KA.
Besti markmaður 1. deildar kvenna 2021: Eva Dís Sigurðardóttir – Afturelding.
Besti markmaður 1. deildar karla 2021: Andri Sigmarsson Scheving – Haukar U.
Besti markmaður Olísdeildar kvenna 2021: Matea Lonac – KA/Þór.
Besti markmaður Olísdeildar karla 2021: Vilius Rasimas – Selfoss.
Besta dómaraparið 2021: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson.
Sigríðarbikarinn 2021: Rut Arnfjörð Jónsdóttir – KA/Þór.
Valdimarsbikarinn 2021: Árni Bragi Eyjólfsson – KA.
Besti þjálfari í 1. deild kvenna 2021: Guðmundur Helgi Pálsson – Afturelding.
Besti þjálfari í 1. deild karla 2021: Elías Már Halldórsson – HK.
Besti þjálfari í Olísdeild kvenna 2021: Andri Snær Stefánsson – KA/Þór.
Besti þjálfari í Olísdeild karla 2021: Aron Kristjánsson – Haukar
Efnilegasti leikmaður 1. deildar kvenna 2021: Sara Katrín Gunnarsdóttir – HK
Efnilegasti leikmaður 1. deildar karla 2021: Guðmundur Bragi Ástþórsson – Haukar U.
Efnilegasti leikmaður Olísdeildar kvenna 2021: Rakel Sara Elvarsdóttir – KA/Þór.
Efnilegasti leikmaður Olísdeildar karla 2021: Blær Hinriksson – Afturelding
Leikmaður ársins í 1. deild kvenna 2021: Erna Guðlaug Gunnarsdóttir – Fram
Leikmaður ársins í 1. deild karla 2021: Kristján Orri Jóhannsson – Kría
Besti leikmaður Olísdeildar kvenna 2021: Rut Arnfjörð Jónsdóttir – KA/Þór
Besti leikmaður Olísdeildar karla 2021: Árni Bragi Eyjólfsson – KA