Ísland fékk silfur eftir tap í úrslitum

Íslenska liðið hafnaði í öðru sæti.
Íslenska liðið hafnaði í öðru sæti. Ljósmynd/EHF

Íslenska U17 ára landslið kvenna í handbolta hafnaði í öðru sæti í B-deild Evrópumótsins í Litháen í dag eftir naumt 26:27-tap fyrir Norður-Makedóníu í úrslitum.

Staðan í hálfleik var 12:12 en Norður-Makedónía var örlítið betri í seinni hálfleik og fagnaði að lokum sigri.

Elín Klara Þorkelsdóttir, Elísa Elíasdóttir og Lilja Ágústsdóttir skoruðu fjögur mörk hver fyrir Ísland og Katrín Anna Ásmundsdóttir og Tinna Sigurrós Traustadóttir gerði þrjú mörk hvor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert