Sjónvarpsstöð pólska handknattleiksliðsins Kielce er að gefa út heimildamynd um síðasta tímabil hjá liðinu. Kielce vann sinn 18. deildartitil í Póllandi en duttu grátlega út úr Meistaradeildinni.
Með Kielce spila þeir Sigvaldi Björn Guðjónsson og Haukur Þrastarson en þjálfari liðsins, Talant Dujshebaev var til viðtals í myndinni og lýsir þar tilfinningunni þegar þeir duttu út úr Meistaradeildinni.
Kielce tapaði fyrir franska liðinu Nantes og sagði Dujshebaev að það hefði verið eins og heimsendir. „Mörgun finnst ég kannski taka hart til orða en ég vildi í alvöru ekki lifa lengur.“