Bjarni Ófeigur Valdimarsson heldur áfram að gera það gott með liði Skövde. Í dag fór hann á kostum í sterkum 33:30 útisigri gegn Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla.
Bjarni Ófeigur hefur verið afar drjúgur í markaskorun á tímabilinu hingað til og hélt uppteknum hætti með því að skora sex mörk í dag.
Ekki nóg með það þá lagði hann upp sex önnur mörk fyrir samherja sína og var þannig með sanni allt í öllu í leik dagsins.
Þá varði Daníel Freyr Andrésson 15 skot í marki Guif í 25:35-tapi fyrir Ystad á útivelli. Aron Dagur Pálsson lék ekki með Guif.