Færeyingurinn fór á kostum í sigri Fram

Vilhelm Poulsen hefur verið óstöðvandi í upphafi leiktímabilsins.
Vilhelm Poulsen hefur verið óstöðvandi í upphafi leiktímabilsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlalið Fram í handknattleik hafði betur gegn HK þegar liðin mættust í úrvalsdeildinni í dag. Fyrr í dag vann kvennalið Fram einnig sigur gegn HK.

Sigur kvennaliðsins var öruggur en mun meiri spenna var í leik karlanna í dag.

Í hálfleik var staðan 15:13, heimamönnum í Fram í vil.

Áður en yfir lauk tókst Fram að halda tveggja marka forystunni og unnu að lokum sterkan 27:25 sigur.

Færeyingurinn Vilhelm Poulsen átt sannkallaðan stórleik og skoraði 11 marka Fram en hann hefur verið að leggja það í vana sinn að ná tveggja stafa tölu í upphafi tímabils.

Markahæstir í liði HK voru Hjörtur Ingi Halldórsson og Kristján Ottó Hjálmsson, báðir með fimm mörk.

Lárus Helgi Ólafsson átti frábæran leik í marki Framara og varði 19 af þeim 43 skotum sem hann fékk á sig, sem gerir rétt rúmlega 44 prósent markvörslu.

Fram byrjar tímabilið vel og er í öðru sæti úrvalsdeildarinnar með þrjá sigra og eitt tap úr fyrstu fjórum leikjum sínum.

HK er á meðan í næstneðsta sæti án stiga að loknum fjórum leikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka