Fluttur á sjúkrahús og leikurinn flautaður af

Leikurinn var flautaður af vegna veikinda hjá stuðningsmanni.
Leikurinn var flautaður af vegna veikinda hjá stuðningsmanni. Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir

Ekki tókst að klára leik Bergischer og Wetzlar á heimavelli fyrrnefnda liðsins í efstu deild þýska handboltans í kvöld vegna veikinda stuðningsmanns í stúkunni.

Í stöðunni 21:19 fyrir Wetzlar var leikurinn stöðvaður vegna veikindanna en stuðningsmaðurinn var var færður á sjúkrahús. Í kjölfarið var ákveðið að flauta leikinn af, en ekki er vitað um líðan stuðningsmannsins á þessari stundu.

„Því miður tókst ekki að klára leikinn vegna neyðaratviks í stúkunni. Við óskum stuðningsmanninum góðs bata,“ segir í yfirlýsingu frá Bergischer.

Arnór Þór Gunnarsson leikur með Bergischer og var kominn með eitt mark þegar leikurinn var flautaður af.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka