Stjarnan lenti í miklum vandræðum með nýliða Aftureldingar í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, en tókst þó að lokum knýja fram 18:17 sigur í Mosfellsbænum í dag.
Afturelding leiddi nokkuð óvænt, 10:11, í leikhléi en Garðbæingar náðu að snúa taflinu við og sjá til þess að nýliðarnir sitji áfram á botni deildarinnar án stiga að loknum þremur leikjum.
Stjarnan vann um leið sinn fyrsta sigur í deildinni á tímabilinu eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum.
Eva Björk Davíðsdóttir var markahæst Stjörnukvenna með fimm mörk og skammt undan var Stefanía Theodórsdóttir með fjögur mörk.
Markahæsti leikmaðurinn kom hins vegar úr röðum heimakvenna í Aftureldingu. Katrín Helga Davíðsdóttir skoraði sex mörk fyrir Mosfellinga og Ólöf Marín Hlynsdóttir skoraði fimm mörk.