Haukar áfram eftir annan stórsigur á Kýpur

Stefán Rafn Sigurmannsson raðaði inn mörkunum.
Stefán Rafn Sigurmannsson raðaði inn mörkunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haukar tryggðu sér í dag sæti í 3. umferð Evrópubikarsins í handbolta með 37:25-sigri á kýpverska liðinu Parnassos Strovolu. Báðir leikir einvígisins fóru fram ytra og unnu Haukar fyrri leikinn 25:14 og einvígið því samanlagt 62:39.

Kýpverska liðið byrjaði betur í dag og komst í 5:2 en skömmu síðar var staðan orðin 12:8, Haukum í vil. Staðan í hálfleik var svo 18:12. Haukar héldu áfram að bæta í forskotið í seinni hálfleik og náðu mest 13 marka forystu, 33:20.

Stefán Rafn Sigurmannsson lék afar vel og skoraði níu mörk og Darri Aronsson gerði sex.

Mörk Hauka: Stefán Rafn Sigurmannsson 9, Darri Aronsson 6, Halldór Ingi Jónasson 5, Tjörvi Þorgeirsson 5, Geir Guðmundsson 3, Atli Már Báruson 2, Heimir Óli Heimisson 2, Þráinn Orri Jónsson 1, Adam Haukur Baumruk 1, Brynjólfur Snær Brynjólfsson, Þorfinnur Máni Björnsson 1, Róbert Snær Örvarsson 1.

Varin skot: Stefán Huldar Stefánsson 11, Magnús Gunnar Karlsson 3.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka