Stjarnan enn með fullt hús stiga

Stjörnumaðurinn Björgvin Þór Hólmgeirsson lætur vaða að marki KA í …
Stjörnumaðurinn Björgvin Þór Hólmgeirsson lætur vaða að marki KA í leiknum í dag. Ljósmynd/Óttar Geirsson

Stjarnan er áfram með fullt hús stiga í Olísdeild karla í handknattleik eftir 30:24-sigur gegn KA í TM-höllinni í Garðabænum í dag. Norðanmenn eru hins vegar um miðja deild, hafa unnið tvo og tapað tveimur hingað til.

Breiðhyltingurinn Adam Thorstensen var drjúgur í marki heimamanna og varði 13 af 29 skotum sem hann fékk á sig en leikurinn var lengi vel í járnum. Gestirnir frá Akureyri voru í forystu í hálfleik, 16:17, en heimamenn voru sterkari á endasprettinum.

Akureyringarnir Hafþór Már Vignisson og Dagur Gautason skoruðu báðir sjö mörk fyrir Stjörnuna og Björgvin Þór Hólmgeirsson var næstur með sex mörk. Hjá KA skoraði Einar Rafn Eiðsson sjö mörk og þeir Óðinn Þór Ríkharðsson og Ólafur Gústafsson fimm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka