Handknattleiksmaðurinn Teitur Örn Einarsson er á förum frá sænska félaginu Kristianstad en frá þessu er greint á heimasíðu liðsins. Teitur var ekki í leikmannahóp liðsins sem mætti Alingsås í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Í tilkynningu félagsins kemur fram að Teitur hefur náð samkomulagi við annað félag en ekki kemur fram hvert Selfyssingurinn er að fara. Samkvæmt sænska miðlinum Kristianstadbladet er örvhenta hægri skyttan á leið til þýska stórliðsins Flensburg.