Valsarar stungu af í fyrri hálfleik

Tumi Steinn Rúnarsson skoraði átta mörk fyrir Valsara í dag.
Tumi Steinn Rúnarsson skoraði átta mörk fyrir Valsara í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valur vann 27:21-stórsigur á ÍBV er liðin mættust í fjórðu umferð Olísdeildar karla í handknattleik á Hlíðarenda í dag.

Heimamenn lögðu grunninn að sigrinum strax í fyrri hálfleik, voru mest tíu mörkum, 15:5, og að lokum 15:7-yfir í hálfleik. Tumi Steinn Rúnarsson átti öflugan dag á Hlíðarenda, skoraði átta mörk úr tíu skotum, þar af fjögur úr fimm vítaköstum. Agnar Smári Jónsson var næstur í liði heimamanna með fimm mörk.

Kári Kristján Kristjánsson skilaði sex mörkum fyrir gestina sem náðu sér aldrei almennilega á strik og fundu fáar leiðir framhjá Björgvini Páli Gústavssyni í marki Vals, hann varði 15 af 33 skotum.

Valsarar eru þar með áfram með fullt hús stiga og átta stig á toppi deildarinnar með Eyjamenn voru búnir að vinna fyrstu þrjá leikina einnig og hafa nú tapað í fyrsta sinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka