Valskonur eru úr leik í annarri umferð Evrópubikarsins í handknattleik eftir sex marka tap gegn serbneska liðinu Bekament, 30:24. Fyrri leikur liðanna fór fram í gær og endaði með eins marka sigri Serbanna, 29:28, og því lauk einvíginu alls 59:52.
Valskonur þurftu að sætta sig við naumt tap í gær eftir að hafa haft yfirhöndina framan af leik en í dag var staðan öfug. Heimakonur í Bekament voru öflugar strax frá upphafi og mest sjö mörkum yfir.
Markahæst hjá Val var Thea Imani Sturludóttir með sjö mörk en Lilja Ágústdóttir skoraði fimm, Elín Rósa Magnúsdóttir fjögur og Auður Gestsdóttir þrjú. Þá voru þær Hildigunnur Einarsdóttir, Ída Margrét Stefánsdóttir, Ragnhildur Edda Þórðardóttir, Mariam Eradze og Morgan Marie Þorkelsdóttir allar með eitt mark.