Orri Freyr Þorkelsson, vinstri hornamaður norska handknattleiksfélagsins Elverum, gat ekki tekið þátt í leik liðsins gegn Kolstad í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær vegna magakveisu.
Hann var ekki eini leikmaður Elverum sem missti af leiknum, en þeir Thomas Solstad, Niclas Fingren og Kasper Lien voru einnig fjarri góðu gamni af sömu orsökum.
Elverum vann leikinn í gærkvöldi 29:28 og er eitt á toppi norsku deildarinnar með fullt hús stiga, 14 stig að loknum sjö umferðum, tveimur stigum fyrir ofan Runar í öðru sætinu.