Bjarki Már Elísson skoraði sjö mörk fyrir Lemgo þegar liðið tapaði með minnsta mun fyrir Benfica í B-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik í fyrstu umferð riðlakeppninnar í kvöld.
Leiknum lauk með 30:29-sigri Benfica en Bjari Már var markahæstur í liði Lemgo sem er án stiga í B-riðlinum í fjórða sætinu.
Þá var Kristján Örn Kristjánsson markahæstur í liði Aix þegar liðið tók á móti Nexe í C-riðlinum í Frakklandi.
Kristján skoraði sjö mörk í leiknum sem lauk með 30:29-sigri Nexe en Aix er án stiga í fjórða sæti riðilsins.
Þá töpuðu Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten 28:29 fyrir Sporting Lissabon í D-riðlinum í Portúgal en Kadetten er í fjórða sætinu án stiga.