Glæsileg mörk Bjarka í gærkvöldi (myndskeið)

Bjarki Már Elísson er lykilmaður Lemgo.
Bjarki Már Elísson er lykilmaður Lemgo. mbl.is/Unnur Karen

Bjarki Már Elísson var einu sinni sem áður markahæstur í liði Lemgo þegar liðið tapaði naumlega, 29:30, gegn Benfica í Evrópudeildinni í handknattleik karla í gærkvöldi.

Hann skoraði þá sjö mörk úr níu skottilraunum.

Lemgo tók saman bestu fimm mörk Bjarka af þeim og má sjá þau í myndskeiðinu, sem félagið birti á twitteraðgangi sínum í morgun, hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka