Sigvaldi og Aron röðuðu inn mörkum

Sigvaldi Björn Guðjónsson var illviðráðanlegur í dag.
Sigvaldi Björn Guðjónsson var illviðráðanlegur í dag. AFP

Íslendingar voru fyrirferðamiklir í Meistaradeildinni í handknattleik í dag. 

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 9 mörk og var markahæstur hjá Kielce sem vann Porto 39:33 í B-riðli. Haukur Þrastarson skoraði 1 mark. Kielce kom sér fyrir á toppnum í riðlinum með sigrinum en Barcelona og Veszprém eru tveimur stigum á eftir og eiga leik til góða. 

Aron Pálmarsson skoraði 8 mörk og var markahæstur hjá Aalborg sem vann Vardar Skopje 33:29 í A-riðlinum. Aron gaf einnig 4 stoðsendingar í leiknum. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari hjá Aalborg sem er í efsta sæti í riðlinum með 8 stig, stigi á undan Kiel sem gerði jafntefli gegn Pick Szeged 32:32. 

Elverum er í 3.-4. sæti með 6 stig en liðið vann Zagreb 30:25. Orri Freyr Þorkelsson lék ekki með vegna Elverum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka