41 árs fór mikinn í Íslendingaslag

Alexander Petersson skoraði fjögur mörk í kvöld.
Alexander Petersson skoraði fjögur mörk í kvöld. AFP

Hinn 41 árs gamli Alexander Petersson átti góðan leik fyrir Melsungen þegar liðið vann tveggja marka heimasigur gegn Bergischer í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld.

Leiknum lauk með 26:24-sigri Melsungen en Alexander skoraði fjögur mörk fyrir Melsungen og Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Bergischer.

Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson skoruðu ekki fyrir Melsungen sem er með 8 stig í sjötta sæti deildarinnar en Bergischer er með 7 stig í níunda sætinu.

Daníel Þór Ingason komst ekki á blað hjá Balingen þegar liðið tapaði á heimvelli fyrir Hamburg, 23:28, en Oddur Gretarsson var ekki í leikmannahóp Balingen sem er í sextánda og þriðja neðsta sætinu með 4 stig.

Janus Daði Smárason er frá vegna meiðsla og lék ekki með Göppingen sem tapaði fyrir Leipzig á útivelli, 20:29, en Göppingen er í fimmta sætinu með 10 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert