Frábær innkoma í fyrsta leik

Teitur Örn Einarsson var markahæstur í liði Flensburgar.
Teitur Örn Einarsson var markahæstur í liði Flensburgar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Teitur Örn Einarsson átti frábæran leik fyrir Flensburg þegar liðið tapaði á útivelli fyrir Vezprém í B-riðli Meistaradeildarinnar í handknattleik í Ungverjalandi í dag.

Leiknum lauk með 28:23-sigri Vezprém en Teitur Örn skoraði fimm mörk í leiknum úr sex skotum og var markahæstur í þýska liðinu.

Vezprém leiddi með sex mörkum í hálfleik, 14:8, og leikmönnum Flensburg tókst aldrei að ógna forskoti Vezprém í síðari hálfleik.

Þetta var fyrsti leikur Teits fyrir Flensburg en hann gekk til liðs við þýska félagið á dögunum eftir þrjú og hálft ár í herbúðum sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad.

Flensburg er með 1 stig í áttunda og neðsta sæti B-riðils Meistaradeildarinnar eftir fimm leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert