Haukur meiddist í leik í Meistaradeildinni

Haukur Þrastarson.
Haukur Þrastarson. Ljósmynd/Ein­ar Ragn­ar Har­alds­son

Haukur Þrastarson varð fyrir meiðslum í síðasta leik með Kielce í Meistaradeild karla í handknattleik í gær en liðið vann þá góðan sigur á Porto. 

Haukur skoraði eitt mark í leiknum en tognaði á ökkla samkvæmt frétt á netmiðlinum Handbolti.is

Erfitt er að segja til um hvort Haukur missir mikið úr vegna þessa en hann er nýfarinn að spila á ný eftir aðgerð vegna krossbandsslits. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert