Ómar og Gísli létu vel að sér kveða

Ómar Ingi Magnússon heldur áfram að spila vel fyrir Magdeburg.
Ómar Ingi Magnússon heldur áfram að spila vel fyrir Magdeburg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson léku báðir vel með liði Magdeburg þegar það vann þægilegan 30:23 sigur gegn N-Lübbecke í 32-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik karla í dag.

Ómar Ingi var næstmarkahæstur í liði Magdeburg með fjögur mörk.

Gísli Þorgeir skoraði þá eitt mark og lagði upp fjögur til viðbótar fyrir liðsfélaga sína.

Magdeburg er á toppi þýsku 1. deildarinnar með fullt hús stiga á meðan N-Lübbecke er í neðri hluta hennar, 14. sæti af 18.

Kom gæðamunur liðanna í ljós í síðari hálfleik bikarleiksins í dag þegar Magdeburg sigldi fram úr eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik, þar sem staðan var 14:12 í leikhléi.

Með sigrinum er Magdeburg búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert