Á meðal þeirra bestu í Svíþjóð

Bjarni Ófeigur Valdimarsson hefur skorað 29 mörk í Svíþjóð á …
Bjarni Ófeigur Valdimarsson hefur skorað 29 mörk í Svíþjóð á tímabilinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Ófeigur Valdimarsson er í liði októbermánaðar í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik á heimasíðu deildarinnar en hann er samningsbundinn Skövde í Svíþjóð.

Vinstri skyttan gekk til liðs við Skövde frá FH í nóvember á síðuasta ári en hann hefur skorað 29 mörk í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu í sex leikjum.

Þá hefur hann lagt upp önnur 20 mörk fyrir liðsfélaga sína en Skövde er í sjötta sæti deildarinnar með 8 stig eftir sex spilaða leiki. 

Skövde á hins vegar tvo leiki til góða á liðin í efstu sætunum sem eru Sävehof og Ystads sem eru bæði með 13 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert