Fram sigraði KA/Þór

Martha Hermannsdóttir sækir að marki Fram í dag.
Martha Hermannsdóttir sækir að marki Fram í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Framstúlkur sigruðu KA/Þór 27:25 í Olís deild kvenna í Safamýri í dag.

Karen Knútsdóttir var markahæst í liði Fram en hún gerði níu mörk. Ragnheiður Júlíusdóttir kom næst með átta mörk.

Hjá gestunum voru Martha Hermannsdóttir og Aldís Ásta Heimisdóttir markahæstar með sex mörk.

Þessi sigur gæti reynst Fram dýrmætur þegar líður á mótið en báðum liðum er spáð góðu gengi. Þau spiluðu hreinan úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn á síðasta tímabili og mættust einnig í úrslitaleik bikarsins. KA/Þór vann þá báðar keppnirnar.

Mörk Fram: Karen Knútsdóttir 9, Ragnheiður Júlíusdóttir 8, Þórey Rósa Stefánsdóttir 4, Harpa María Friðgeirsdóttir 2, Emma Olsson 2, Stella Sigurðardóttir 1, Perla Ruth Albertsdóttir 1.

Mörk KA/Þórs: Aldís Ásta Heimisdóttir 6, Martha Hermannsdóttir 6, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 5, Ásdís Guðmundsdóttir 3, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 3, Rakel Sara Elvarsdóttir 2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert