GOG áfram með fullt hús stiga

Viktor Gísli Hallgrímsson í leik með íslenska landsliðinu.
Viktor Gísli Hallgrímsson í leik með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/AFP

GOG er áfram með fullt hús stiga í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir 32:31 sigur á SönderjyskE í dag. Viktor Gísli Hallgrímsson varði tvö af níu skotum sem hann fékk á sig fyrir GOG.

Sveinn Jóhannsson skoraði tvö mörk fyrir SönderjyskE sem sitja í 12. sæti deildarinnar með sex stig.

Fyrr í dag sigraði Álaborg svo lið Skive örugglega 37:27 í sömu deild. Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk úr jafn mörgum skotum en hann er að koma til baka eftir meiðsli.

Álaborg er í öðru sæti deildarinnar með 14 stig, tveimur stigum á eftir GOG

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert