Hafnfirðingar úr leik þrátt fyrir sigur

Stórleikur Ásbjörns Friðrikssonar dugði ekki í Hvíta-Rússlandi.
Stórleikur Ásbjörns Friðrikssonar dugði ekki í Hvíta-Rússlandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásbjörn Friðriksson átti stórleik fyrir FH þegar liðið vann eins marks sigur gegn SKA Minsk í síðari leik liðanna í 2. umferð Evrópubikars karla í handknattleik í Hvíta-Rússlandi í dag.

Leiknum lauk með 26:25-sigri FH en Ásbjörn gerði sér lítið fyrir og skoraði átta mörk.

Leikurinn var í járnum allan tímann að staðan að loknum fyrri hálfleik var 15:14, SKA Minsk í vil.

Egill Magnússon skoraði sex mörk og þeir Ágúst Birgisson og Jakob Martin Ásgeirsson þrjú mörk hvor. Þá varði Phil Döhler 12 skot í marki Hafnfirðinga.

Fyrri leik liðanna lauk með öruggum sigri SKA Minsk, 37:29, og hvít-rússneska liðið vann því viðureignina samanlagt 62:55. FH er því úr leik í Evrópubikarnum í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert